30.7.2009 | 12:29
Átti ESB umsóknin ekki að redda genginu?
Minnir að það hafi verið eitt af rökunum fyrir því að æða áfram með þessa umsókn.
Einnig þá tel ég að gjaldeyrishöftin séu að gera illt verra, burt með þau og niður með stýrivextina.
Það er verið að ganga frá fyrirtækjum og heimilum í landinu dauðum.
![]() |
Evran aldrei dýrari á árinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér fannst ég heyra frétt um að vegna ESB umsóknarinnar, hefði orðið styrking á gengisvísitöluni.
Sennilega verið einhver úr Samfylkinguni, eða blaðamaður á þeirra snærum.
Birgir Örn Guðjónsson, 30.7.2009 kl. 13:05
Sælir eru trúaðir því þeir munu Guðsríki erfa. Er það ekki svoleiðis?Trúðir þú því virkilega?
Birna Jensdóttir, 30.7.2009 kl. 15:23
Birgir: Það væri þá ekki fyrsta bull fréttinn sem komið hefur í fjölmiðlum.
Birna: Kaldhæðnin í efnislínunni hjá mér hefur greinilega ekki komið nægjanlega vel fram
Nei, ég trúði þessu ekki eitt augnablik en það vantaði ekki yfirlýsingarnar í þessa áttina. Ég er hræddur um að þetta sé allt bæði peninga og tímasóun á meðan bæði heimili og fyrirtæki svelta í hel.
Böðvar Guðmundsson, 30.7.2009 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.